Skipulagsráð telur áhyggjur af hávaða ekki eiga við
Strandvegur Mynd Af Húsum L
Strandveg 89-97. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur staðfest breytingu á aðalskipulagi sem heimilar íbúðir á efri hæðum húsnæðis við Strandveg 89–97. Skipulagsstofnun benti þó á í kjölfarið að umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands hafi verið röng og barst nú ný umsögn þar sem varað er við neikvæðum áhrifum íbúðarbyggðar á svæðinu.

Heilbrigðiseftirlitið bendir á að föst búseta á svæðinu geti orðið íbúum skaðleg, meðal annars vegna hávaða, lyktar eða titrings frá atvinnustarfsemi í nágrenninu. Þar er vísað til reglugerðar um hávaða, þar sem leyfilegur hávaði á iðnaðar- og athafnasvæðum er 70 desíbel, en aðeins 35–50 desíbel á verslunar- og þjónustusvæðum.

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja tók undir að ábendingin sé gagnleg en telur þó að í raun sé ekki ástæða til að hafa áhyggjur. Í skipulagsreglugerð sé gert ráð fyrir að starfsemi á svona athafnasvæðum valdi ekki meiri hávaða en almennt sé þekktur, t.d. á miðsvæðum. Málinu var vísað áfram til bæjarstjórnar til lokaafgreiðslu.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.