Skrifað undir samning um rekstur Herjólfs

Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjarbæjar skrifuðu í dag undir samning um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs. Þetta er endurnýjun og framlenging á eldri þjónustusamningi.

„Reksturinn er ríflega ársgamall og kominn í gott horf eftir þá reynslu. Fyrri samningur var þróunarsamningur og mjög ánægjulegt að nú er kominn á framtíðarsamningur. Búið er að taka á þeim erfiðleikum sem hafa komið upp á þróunartímanum sem sumir voru snúnir og óvæntir eins og kórónuveirufaraldurinn. Nú erum við hinsvegar komin á beinu brautina,“ sagði Bergþóra við þetta tækifæri.

Íris var einnig sátt við niðurstöðuna. „Ég er mjög ánægð með að búið sé að skrifa undir samning. Við erum sátt og glöð með að geta haldið áfram með þetta verkefni.“

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.