Í upphafi árs 2010 eru ýmsar blikur á lofti. Erfiðleikar, órói, stefnuleysi, ótti og vantraust sem einkenndu 2009 mega ekki fylgja okkur inn í nýja árið. Við vitum að veturinn verður okkur efnahagslega erfiður. Við vitum að gjaldþrotum og uppboðum muni fjölga. Og við vitum að atvinnuleysi á landinu mun sennilega aukast. Við erum einnig mörg um þá skoðun að efnahags- og atvinnustefna ríkisstjórnarinnar sem m.a. annars kemur fram í fjárlögum fyrir 2010 mun ekki hjálpa til við að koma okkur út úr þessum vitahring neikvæðra atburða. Svo ekki sé minnst á Icesave.