Stærðarinnar bjarghnullungur féll úr Klifinu við Friðarhöfn í Vestmannaeyjum um eittleytið. Bjargið, sem er rúmir ellefu rúmmetrar, skoppaði niður hlíð fjallsins og staðnæmdist aðeins um meter frá vegaslóða undir fjallinu. Sjónarvottur sem hafði samband við Eyjafréttir segir talsverðar drunur hafi heyrst þegar bjargið skoppaði niður hlíðina.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst