Stal fartölvu í verslun í hádeginu í gær
22. september, 2015
Í hádeginu í gær var lögreglu tilkynnt um þjófnað á fartölvu úr versluninni Geisla. Á upptökum úr eftirlitsmyndavélum verslunarinnar sást hvar maður tók tölvuna á meðan afgreiðslumaður verslunarinnar var upptekinn við að afgreiða félaga mannsins.
Sami maður reyndi einnig að taka leikjatölvu en afgreiðslumaðurinn varð var við það og tók tölvuna af honum áður en hann komst í burtu með hana. Mennirnir voru handteknir skömmu síðar og fannst fartölvan í fórum annars þeirra. Viðurkenndi sá maður að hafa tekið tölvuna og kvaðst hafa verið einn að verki. Málið telst að mestu upplýst.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst