Nú styttist í það að mjaldrasysturnar flytji út í Klettsvík. Starfsfólk Sea life trust vinnur nú hörðum höndum að því að gera allt tilbúið fyrir þann flutning. Þau notuðu góða veðrið um liðna helgi og tóku sig til á samt fjölskyldum sínum og hreinsuðu til úti í Klettsvík en mikið safnast af rusli í fjörunni yfir vetrarmánuðina. “Auðvitað viljum við hafa sem snyrtilegast þegar við tökum á móti gestum úti í Klettsvík en einnig viljum við reyna fjarlægja alla aðskotahluti úr umhverfinu sem hugsanlega gæti valdið hvölunum skaða,” sagði Audery Padget hjá Sea Life í samtali við Eyjafréttir. Hún sagði að stefnt væri að því að gera þetta reglulega en einnig verður vel fylgst með aðskotahlutum á svæðinu þegar hvalirnir eru komnir út.
Ruslið sem hópurinn safnaði fyllti þrjú fiskikör og var mest plast og veiðarfærabúnaður
Annars er það að frétta að gestastofa Sea life trust verður opin fimmtudag, föstudag og laugardag frá klukkan 10 til 16. Lokað verður á sunnudeginum. Áfram verða takmarkanir á fjölda, en nú eru mega 50 gestir vera á sýningunni hverju sinni.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.