Vestmannaeyjabær auglýsir eftir umsóknum og tillögum um bæjarlistamann Vestmannaeyja fyrir árið 2022
Umsóknarfrestur er til og með 13. apríl 2022.
Bæjarráð velur úr framkomnum umsóknum og tillögum og úthlutar á sumardaginn fyrsta, 21. apríl nk. Umsóknum skal skila á neðangreint netfang eða á bæjarskrifstofur Vestmannaeyja við Bárustíg, og skulu þær vera í samræmi við reglur um starfslaun bæjarlistamanns.
Nánari upplýsingar veitir Matthildur Halldórsdóttir með tölvupósti (matthildur@vestmannaeyjar.is) eða í síma 488 2000.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst