Stefna á stórframkvæmdir við Miðstræti
29. ágúst, 2014
Fyrir nokkrum árum var byggingafyrirtækinu Steina og Olla úthlutað þremur lóðum við Miðstræti og var ætlunin að byggja þar fjölbýlishús. Ekki hefur enn orðið af því en fyrirtækið hefur tryggt sér tvær lóðir í viðbót með kaupum á tveimur húsum; annað stendur við Miðstræti, hitt við Strandveg en með aðgengi frá Miðstræti. �?ví er ljóst að verkefnið er orðið stærra en upphaflega var áætlað.
Mikið hefur verið að gera hjá Steina og Olla á undanförnum misserum og er fyrirtækið með lægsta tilboðið í 4.000 fermetra byggingu sem Ísfélagið ætlar að reisa. Um er að ræða byggingu frystiklefa og flokkunarstöðvar.
�??Fyrir hafði fyrirtækið fengið úthlutað lóðunum númer 20, 22 og 24 við Miðstræti og fyrir stuttu festi fyrirtækið kaup á eigninni að Miðstræti 26 og í þessari viku er verið að ganga frá kaupum á eigninni að Strandvegi 55 sem er með aðgengi frá Miðstrætinu,�?? sagði Magnús Sigurðsson, framkvæmdastjóri Steina og Olla, í samtali við Eyjafréttir í gær. �??Upphaflega áætlunin var að byggja fjölbýlishús á lóðunum þremur en nú lítur út fyrir að verkefnið taki breytingum og verði stærra. �?essi kaup eru forsenda þess til að þær áætlanir geti gengið eftir og mögulegt verði að skipuleggja svæðið í heild sinni í samráði við bæjaryfirvöld. �?að er hins vegar ekki tímabært að greina frá því nánar nema hvað þetta gæti orðið fjölbýlishús með verslunarplássi á neðstu hæðinni.�??
Næstu skref segir hann vera að skipuleggja svæðið og sameina lóðir, en það er gert í góðu samstarfi við bæinn. �??Við erum með þessum kaupum að tryggja okkur það að hægt verði að skipuleggja svæðið í heild sinni, til að ná sem bestri nýtingu út úr svæðinu. �?að getur svo tekið allt að tvo mánuði að vinna úr þessu, og síðan fer skipulagsbreytingin í hefðbundið ferli,�?? sagði Magnús.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst