Stefnir í metþátttöku og gott hlaupaveður
Fjórða Vestmannaeyjahlaupið fer fram á morgun og stefnir í metþátttöku og útlit er fyrir gott hlaupaveður. Að venju verður boðið upp á þrjár vegalengdir, fimm, tíu og 21 kílómeter eða hálfmaraþon. Ræst verður við Íþróttamiðstöðina klukkan 12.00.
�??�?að eru yfir 50 búnir að skrá sig núna sem er meira en á sama tíma í fyrra,�?? sagði Magnús Bragason einn af forsprökkum Vestmannaeyjahlaupsins þegar rætt var við hann fyrir skömmu. �??Við vonumst eftir að fá yfir 100 keppendur og gott væri ef fólk væri búið að skrá sig fyrir klukkan 18.00 í dag. �?að léttir undir með okkur. �?að verður að venju ræst klukkan 12.00 en upphitun hefst hálftíma fyrr. Fólk uppi á landi sem ætlar að taka þátt í hlaupinu getur haft samband í síma 897-1110 og þá útvegum við miða í Herjólf á 2000 krónur fram og til baka,�?? sagði Magnús sem hvetur fólk til að mæta. Bendir hann líka að gaman er að fylgjast með hlaupurunum.
Kári Steinn með frá upphafi
Vestmannaeyjahlaupið er að ná að festa sig í sessi þó það hafi aðeins farið fram þrisvar sinnum. Einn okkar mesti afreksmaður í langhlaupi, Kári Steinn Karlsson, hefur verið með frá upphafi og er búinn að skrá sig í hlaupið.
Kári Steinn er okkar skærasta stjarna í langhlaupum í dag, setti Íslandsmet í maraþoni í Berlín í september 2011 og varð 42. á Olympíuleikunum í London 2012 þar sem keppendur voru 105. Hann kemur svo má segja beint af EM í Vestmannaeyjahlaupið. �??�?g hef ýmist hlaupið hálft maraþon eða tíu kílómetra í Vestmannaeyjahlaupinu sem mér finnst rosalega skemmtilegt. �?etta er þrælerfitt en það er gaman að hlaupa í svona fallegu landslagi og er eins og allur bærinn taki þátt í þessu með okkur,�?? segir Kári Steinn við Eyjafréttir í sumar.
Hann bendir þeim á sem ekki hafa áður tekið þátt í hlaupinu áður að fara rólega af stað. �??�?að eru erfiðar brekkur í byrjun og þá er hætta á að sprengja sig. Er betra að spara sig og taka meira á í lokin.�??
Kári Steinn á ættir að rekja til Eyja, tengist Laufásættinni og og var hér á ættamóti í fyrra. �??�?að er alltaf jafngaman að koma til Eyja og ég hlakka til að mæta í hlaupið í september.�??
Kári Steinn er fæddur 1986 og á því framtíðina fyrir sér og tekur hann undir það. �??Langhlauparar eru að bæta sig alveg fram að fertugu, það er eins og þeir byggi upp styrkinn með aldrinum. �?g gæti því átt eitthvað inni, er ekki nema 28 ára,�?? sagði Kári Steinn að endingu.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.