Eins og staðan er núna, stefnir allt í að bikarleikur ÍBV og Hauka fari fram í kvöld en leikurinn hefst klukkan 18:30 og verður honum lýst beint hér á Eyjafréttum. Mikil tengsl eru á milli félaganna tveggja en þjálfarar beggja liða, hafa spilað með báðum liðum. Þannig var Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, fyrirliði Hauka og lykilmaður í þeirra liði. Aðstoðarþjálfari Hauka er svo Eyjamaðurinn Gunnar Berg Viktorsson, sem hóf sinn feril með ÍBV. Gunnar býst við að leikurinn fari í framlengingu.