Á laugardagskvöldið næstkomandi verður haldið hið árlega konukvöld Hallarinnar. Á annað hundrað konur hafa nú þegar skráð sig og stefnir í mikið fjör á enda var mjög gaman síðast. Einsi Kaldi ætlar að bjóða upp á austurlensk þema í matnum og margt nýtt verður þar á boðstólnum. Engin þarf að óttast að leiðast á Konukvöldinu enda mun landsliðs skemmtikrafta sjá um fjörið. Fremstir í flokki eru Páll Óskar, Friðrik Ómar og Jogvan Hansen.