Herjólfur stefnir á að sigla fulla áætlun til Landeyjahafnar frá og með morgundeginum, að því er segir í tilkynningu frá skipafélaginu.
Samkvæmt tilkynningunni verður siglt samkvæmt eftirfarandi áætlun:
Brottför frá Vestmannaeyjar:
07:00 – 09:30 – 12:00 – 14:30 – 17:00 – 19:30 – 22:00.
Brottför frá Landeyjahöfn:
08:15 – 10:45 – 13:15 – 15:45 – 18:15 – 20:45 – 23:15.
Jafnframt er bent á að veðurspá geri ráð fyrir hækkandi öldu annað kvöld og á fimmtudagsmorgun, og er farþegum því ráðlagt að fylgjast vel með tilkynningum ef gera þarf breytingar á áætlun.
Þá er ítrekað að á þessum árstíma sé alltaf hætta á færslu milli hafna, og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst