Stefnt er að því að siglingar hefjist á nýju ferjunni fimmtudaginn 18. Júlí n.k.
Nú liggur fyrir að nýja ferjan getur farið að hefja siglingar samkvæmt siglingaáætlun félagsins.
Unnið er að lokafrágangi á ökubrú í Vestmannaeyjum og Landeyjahöfn. Frágangur miðar að því að báðar ferjurnar geti silgt á hafnirnar, lestað og losað farartæki.
Næstu daga verður unnið að frágangi og undirbúningi fyrir rekstur í nýju ferjunni. Stefnt er að taka rennsli með áhöfn næstkomandi þriðjudag og miðvikudag. Dagarnir verði nýttir til að reyna á hafnaraðstöðu og breytingar sem þar hafa verið gerðar.
Fimmtudagurinn fer í yfirfærsluna og ef ekkert óvænt kemur upp á þriðjudag og miðvikudag mun nýja ferjan taka síðustu ferðir fimmtudagsins samkvæmt siglingaáætlun og í beinu framhaldi fara í rekstur.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.