Árleg spá forráðamanna liðanna í Olís deildunum var kynnt í hádeginu á Grand hóteli á kynningarfundi Íslandsmótsins í handknattleik. Deildar- og bikarmeistarar síðustu leiktíðar, ÍBV, er spáð þriðja sæti í kvenna flokki. Íslandsmeisturum ÍBV er spáð fjórða sæti.
FH-ingar verða yfirburðalið í Olísdeild karla á komandi keppnistímabil og Íslandsmeistara Vals bera höfuð og herðar yfir önnur lið og verða í efsta sæti Olísdeildar kvenna, gangi eftir spár forráðamanna liðanna.
Olís deild kvenna.
| Sæti: | Félag: | Stig: |
| 1. | Valur | 167 |
| 2. | Haukar | 139 |
| 3. | ÍBV | 137 |
| 4. | Fram | 121 |
| 5. | Stjarnan | 91 |
| 6. | KA/Þór | 80 |
| 7. | Afturelding | 54 |
| 8. | ÍR | 51 |
Olísdeild karla:
| Sæti: | Félag: | Stig: |
| 1. | FH | 391 |
| 2. | Valur | 347 |
| 3. | Afturelding | 335 |
| 4. | ÍBV | 325 |
| 5. | Haukar | 267 |
| 6. | Fram | 254 |
| 7. | Stjarnan | 201 |
| 8. | Selfoss | 176 |
| 9. | KA | 167 |
| 10. | Grótta | 121 |
| 11. | HK | 116 |
| 12. | Víkingur | 72 |





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst