Lokaumferð Olís-deildar kvenna fór fram í gærkvöldi þar sem ÍBV sótti Hauka heim í Schenker-höllina. Þar unnu Eyjastúlkur sannfærandi sigur 26-30. Ester Óskarsdóttir var markahæst í liði ÍBV með sex mörk og Sunna Jónsdóttir með fimm.
Eftir úrslit gærkvöldsins er því ljóst að ÍBV endar í þriðja sæti deildarinnar með 27 stig. Það þýðir að stelpurnar mæta Íslandsmeisturum Fram í úrslitakeppninni. Fyrsti leikur liðanna fer fram á laugardaginn kl. 16.00 í Framhúsinu en þrjá sigra þarf til að komast í lokaúrslitin um titilinn.
Leikir úrslitakeppninar fara fram eins hér segir: