Kvennalið ÍBV sótti Aftureldingu heim í Mosfellsbæinn í kvöld en Afturelding er annar tveggja nýliða í deildinni. Eyjastúlkum hefur ekki gengið sem allra best í síðustu leikju en eftir góðan sigur á Val í 1. umferð, komu tveir tapleikir í röð, fyrst gegn hinum nýliðunum í FH í Hafnarfirði og svo á heimavelli gegn Breiðabliki. Eyjastelpum tókst hins vegar að snúa gengi liðsins við í kvöld og unnu 0:3.