Stelpurnar taka á móti HK í kvöld
29. mars, 2010
Kvennalið ÍBV tekur á móti HK í handbolta í kvöld klukkan 19.30. Þetta er jafnframt síðasti leikur stelpnanna í deildarkeppni Íslandsmótsins en liðið situr í þriðja sæti með 19 stig, eins og reyndar Fjölnir/Afturelding og FH en FH á leik til góða eins og ÍBV. Sigur í kvöld tryggir ÍBV þriðja sætið og um leið sæti í fjögurra liða úrslitum deildarinnar sem verður 8. og 9. apríl.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst