Stjarnan sigraði ÍBV 31:33 þegar liðin mættust í Vestmannaeyjum í dag í Olís-deild kvenna. Ester �?skarsdóttir, Karólína Bæhrenz Lárudóttir og Sandra Erlingsdóttir voru markahæstar í liði ÍBV en þær skoruðu allar sex mörk hver. Rakel Dögg Bragadóttir átti stórleik í dag en hún skoraði 12 mörk fyrir gestina.
Eftir leikinn er Stjarnan í öðru sæti með 19 stig á meðan ÍBV situr í því fimmta með tíu stig.