Nú eru meistaraflokkar karla og kvenna komin í jólafrí. Þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir, Handboltastjörnurnar hringja inn Jólin. Þetta er stærsti handboltaleikur sem fer fram ár hvert í Vestmannaeyjum og alltaf geggjuð stemming.
Allur ágóði rennur óskiptur til Krabbameinsfélags Vestmannaeyja
Leikmenn m.fl. kk í handbolta sjá um alla umgjörð en svo eru það Stjörnurnar sem sjá um að skemmta mannskapnum. Við lofum ljósasjói, reyk, sirkús mörkum og nokkur leynitrix sem ekki er hægt að gefa upp og í ár verður spilað í stóra salnum þar sem vinsældirnar á viðburðinum eru orðnar það miklar að litli salurinn ber ekki lengur þann áhorfendafjölda sem mætir á leikina, segir í frétt á facebook-síðu viðburðarins.
Miðaverð er 1.500 kr fyrir 16+ og 500 kr fyrir börn. Júlíana mun að sjálfsögðu standa vaktina í miðasölunni. Í ár mun allur ágóði renna óskiptur til Krabbameinsfélags Vestmannaeyja. Leikurinn er á föstudaginn kl. 18:00 í Íþróttamiðstöðinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst