Stöðugt verðlag fremur en launahækkanir
Folk Margmenni2
Fjölmargir skiluðu inn hugmyndum til ríkisstjórnarinnar.

Mun fleiri landsmenn eru hlynntir en andvígir kjarasamningum þar sem lögð er meiri áhersla á stöðugt verðlag en launahækkanir. Tæplega tveir af hverjum þremur hafa áhyggjur af mikilli verðbólgu. Þetta sýnir ný könnun Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins.

Helmingur landsmanna er hlynntur kjarasamningum þar sem meiri áhersla er lögð á stöðugt verðlag og minni áhersla á launahækkanir en fjórðungur er andvígur slíkum samningum. Fjórðungur er hvorki hlynntur né andvígur. Niðurstöður könnunarinnar sýna afdráttarlaust að Íslendingar eru ekki tilbúnir  til að fórna ávinningi stöðugs verðlags með launahækkunum sem setja verðbólgu á skrið.

Stytting vinnutíma er mikilvægasta málið í komandi kjaraviðræðum að mati Íslendinga en því næst koma hófstilltar launahækkanir.

Afstaða almennings til kjarasamninga haustið 2018
Undanfarinn áratug hafa Samtök atvinnulífsins reglulega falið Gallup að kanna viðhorf almennings til komandi kjarasamninga. Í meginatriðum eru sömu spurningar lagðar fyrir þannig að sjá má  þróun viðhorfa undanfarin ár. Fjöldi svarenda er yfirleitt um 800 manns og þar af eru um 60% launafólk en aðrir eru lífeyrisþegar, sjálfstætt starfandi, námsmenn o.fl. Munur á viðhorfum launafólks og heildarinnar er hverfandi. Nýjasta könnunin var gerð í ágúst og september þessa árs.

Val milli tveggja leiða
Í könnuninni er fólk beðið um að velja á milli tveggja leiða í kjaramálum með því að svara hvort það sé hlynnt eða andvígt kjarasamningum þar sem lögð verði meiri áhersla á stöðugt verðlag og minni áhersla á launahækkanir.

 

 

Nýjustu fréttir

Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.