Á fundi bæjarráðs var tekin fyrir ósk starfshóps um eflingu háskóla- og rannsóknastarfsemi í Vestmannaeyjum, um að Vestmannaeyjabær gerist stofnaðili að Þekkingarsetri Vestmannaeyja með 300 þúsund kr. stofnframlagi. Bæjarráð samþykkir að gerast stofnaðili að Þekkingarsetri Vestmannaeyja með 300 þúsund kr. stofnframlagi og hvetur aðra framsækna aðila til þátttöku.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst