Stofnvísitala þorsks í frjálsu falli
5. janúar, 2021
Á fundi stjórnar Landssambands smábátaeigenda sem haldinn var þann 29. desember var meðal annars til umræðu nýútkomin skýrsla Hafrannsóknastofnunar:  Stofnmæling botnfiska að haustlagi 2020.
Niðurstaða umræðna var að vekja athygli á og lýsa áhyggjum vegna lækkunar á stofnvísitölu þorsks, sem mælist nú aðeins rúm 40% af því sem hún mældist í haustralli árið 2017.
„Samkvæmt skýrslunni er stofnvísitala þorsks í frjálsu falli, lækkar nú fjórða árið í röð og er rúm 40% af því sem hún mældist í haustralli árið 2017.
 
Mælingar úr haustralli stofnunarinnar staðfesta niðurstöður úr vorralli 2020 að stærð árganga 2014 og 2015 (5 og 6 ára) er langt frá því sem gert var ráð fyrir.   Árgangarnir hafa látið verulega á sjá.  Líklegast er að þeir hafi liðið fyrir vanveiði undanfarinna ára þar sem magn af stórþorski hefur vaxið gríðarlega.  Samdráttur í helstu fæðutegundum stórþorsksins, þ.e. loðnu, síld og kolmunna, virðist hafa stuðlað að stórauknu sjálfráni. Það hefur aukist um 100% milli ára.
 
Stjórn LS skorar á sjávarútvegsráðherra að efna til gagngerrar endurskoðunar á þeirri aðferðafræði sem Hafrannsóknastofnun hefur lagt til grundvallar ráðgjöf sinni undanfarna áratugi.  Það er hverjum manni augljóst að hún stenst ekki þær væntingar sem gerðar voru til hennar.“
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.