Eyjamenn eru komnir með bakið upp að vegg eftir tap gegn Val í undanúrslitum Íslandsmótsins í kvöld. Leikurinn var í járnum og æsispennandi enda fór svo að þegar venjulegum leiktíma var lokið, var staðan jöfn 23:23. �?ví varð að framlengja og þar voru Valsmenn sterkari enda höfðu þeir að lokum sigur, 26:25. Eyjamenn fóru illa með fjölmörg færi í leiknum, skutu oft í stöng og slá og voru auk þess sérlega óheppnir á lokakaflanum þegar þeir unnu boltann en dæmt var tvígrip á Dag Arnarsson, sem hefði getað jafnað í blálok framlengingarinnar. Staðan er nú þannig að Valur er yfir í rimmu liðanna 2:1 og dugir sigur á heimavelli á þriðjudag til að komast í úrslit. �?tli Eyjamenn sér sæti í úrslitum, verða þeir að gjöra svo vel og vinna Val á útivelli á laugardag og svo aftur heima á fimmtudag.
Leikurinn var kaflaskiptur. Eyjamenn byrjuðu betur og náðu undirtökunum en undir lok hálfleiksins náðu Valsmenn góðum leikkafla og voru yfir í hálfleik 9:12. Valsmenn komust svo fjórum mörkum yfir en þegar tíu mínútur voru búnar af fyrri hálfleik, náðu Eyjamenn aftur áttum, röðuðu inn mörkunum og komust sjálfir fjórum mörkum yfir. En þá tóku Valsmenn aftur við sér og söxuðu jafnt og þétt á forskot ÍBV. Valsmenn jöfnuðu svo metin en ÍBV fékk síðustu sóknina þar sem Agnar Smári Jónsson þrumaði boltanum í stöng. �?ví varð að framlengja.
Liðin skoruðu sitt hvort markið í fyrri hálfleik framlengingarinnar og staðan í hálfleik var 24:24. Eyjamenn byrjuðu svo með boltann í seinni hálfleik en klikkuðu í fyrstu sókninni og Eyjamaðurinn Vignir Stefánsson kom Val aftur yfir. Vignir átti mjög góðan leik fyrir Val. Valsmaðurinn Agnar Smári jafnaði metin og í hönd fóru dramatískar lokamínútur. Valsmenn komust yfir, 25:26. Eyjamenn misstu boltann en Kolbeinn Ingibjargarson bjargaði ÍBV með góðri markvörslu. Eyjamenn fengu því aftur tækifæri til að jafna metin en Grétar �?ór Eyþórsson fór inn úr horninu í mjög erfiðu færi og markvörður Vals sá við honum. �?á voru 25 sekúndur eftir en Eyjamenn pressuðu á Valsmenn út um allan völl. Dagur Arnarsson náði boltanum og var sloppinn í gegn en dómarapar leiksins dæmdi tvígrip á Dag. Ekki sá undirritaður hvort dómurinn var réttur eða rangur en um leið rann síðasta tækifæri úr greipum Eyjamanna.
Mörk ÍBV: Róbert Aron Hostert 8, Theodór Sigurbjörnsson 4/2, Magnús Stefánsson 3, Agnar Smári Jónsson 3, Guðni Ingvarsson 3, Grétar Eyþórsson 2/1, Dagur Arnarsson 1, Sindri Haraldsson 1.
Varin skot: Kolbeinn A. Ingibjargarson 20.
Meðfylgjandi er myndbandsviðtal við Gunnar Magnússon, þjálfara ÍBV.