Stór dagur fyrir lýðræðið í Vestmannaeyjum
12. júní, 2020
Njáll Ragnarsson

Á bæjarstjórnarfundi sem haldinn var í gærkvöldi var til umræðu endurskoðuð samþykkt um stjórn og fundarsköp Vestmannaeyjabæjar. Hljómar vafalaust ekki spennandi í eyrum allra en umræðan var engu að síður áhugavert og skemmtilegt!

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur verið skipuð 7 fulltrúum allt frá kosningum 1994 þegar bæjarfulltrúum var fækkað úr 9 í 7 en fyrir þann tíma höfðu bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Vestmannaeyja verið 9. Sveitarfélögum er í sjálfsvald sett hversu margir fulltrúar sitja í sveitarstjórn en það skal þó það vera innan ákveðinna marka. Séu íbúar í sveitarfélagi á bilinu 2.000 – 9.999 skulu vera 7–11 aðalmenn í sveitarstjórn. Íbúafjöldi í Vestmannaeyjum í lok fyrsta ársfjórðungs 2020 var 4.370 og fjölgar ár frá ári sem er mikið gleðiefni.

Til glöggvunar sýnir myndin hér að neðan fjölda íbúa við lok árs 2019 og fjölda sveitarstjórnarfulltrúa í þeim sveitarfélögum þar sem íbúafjöldi er á því bili sem nefnt var hér að ofan, þ.e. 2.000 – 9.999 íbúar. Sömuleiðis má sjá í súluritinu hversu margir íbúar eru bak við hvern bæjarfulltrúa.

Í Vestmannaeyjum eru í dag 622 íbúar pr. bæjarfulltrúa en að meðaltali eru í þessum sveitarfélögum 466 íbúar á hvern fulltrúa. Skipuðu 9 fulltrúar bæjarstjórn Vestmannaeyja væru 483 íbúar á hvern bæjarfulltrúa sem er eftir sem áður fyrir ofan meðaltal þessara sveitarfélaga.

Fjölmörg rök hafa verið færð fyrir fjölgun bæjarfulltrúa og á fundi gærkvöldsins voru nokkur þeirra rakin. Til að mynda hefur Dr. Gunnar Helgi Kristinsson hefur gert viðamiklar rannsóknir á sveitarstjórnarstiginu og telur að fjölgun sveitarstjórnarfulltrúa sé almennt talið styrkja lýðræði á sveitarstjórnarstiginu. Fyrir því eru nefndar ýmsar ástæður, meðal annars að með fleiri fulltrúum sé meiri möguleiki á að endurspegla félagslega skiptingu og hugmyndir kjósenda. Sömuleiðis hafa rök verið færð fyrir því að fleiri fulltrúar skapi skilyrði fyrir nánara sambandi milli íbúa og sveitarstjórnarfólks.

Bent hefur verið á að fleiri bæjarfulltrúar séu hvati að fjölgun framboða og komi þannig í veg fyrir kerfi fárra en stórra flokka en slíkt póli­tískt lands­lag hefur mynd­ast hér á landi þó það hafi verið á undanhaldi á undanförnum árum í takt við þróun lýðræðisins. Sömuleiðis er ljóst að færri atkvæði í kosningum „falli dauð niður“ eftir því sem bæjarfulltrúum fjölgar við það að færri atkvæði þarf á bakvið hvern fulltrúa í sveitarstjórn. Fjölgun bæjarfulltrúa hefur það einnig í för með sér að rétt­ari mynd er gefin af vilja kjós­enda sem styrkir betra og sterkara lýð­ræði.

Krafa nútímans er að kalla eftir sem breiðastri skírskotun á vettvangi stjórnmála, hvort sem um er að ræða samsetningu mismunandi aldurshópa, kynja, atvinnu, menntunar o.s.frv. Hugsanlega kæmu fram í sviðsljósið framboð sem markvisst eru stofnuð til að tryggja raddir ákveðinna hópa í bæjarstjórn, hópa sem í dag hafa ekki rödd.

Sveitarstjórnarstigið er lýðræðislegur vettvangur og er kjörnum fulltrúum í sveitarstjórnum ætlað að endurspegla vilja íbúa. Eftir sem íbúum í Vestmannaeyjum fjölgar og fjölbreytileikinn eykst í samfélaginu er mikilvægt að bæjarstjórn tryggi tækifæri allra til þess að láta rödd sína heyrast. Fjölgun bæjarfulltrúa styrkir lýðræðið í nærsamfélaginu. Tillagan er í samræmi við þá lýðræðislegu hugsun sem býr að baki sveitarstjórnarstiginu og þeim reglum um kosningar til sveitarstjórna að sveitarstjórnarfulltrúar séu fulltrúar íbúa sveitarfélagsins og geti þar með á virkan hátt endurspeglað vilja íbúanna.

Þess vegna bar ég upp við bæjarstjórn eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir, til viðbótar við þau drög sem liggja fyrir fundinum, breytingu á 1. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Vestmannaeyjabæjar, þannig að kjörnum fulltrúum í bæjarstjórn Vestmannaeyja fjölgi úr 7 í 9“.

Ég bauð bæjarstjórn að fresta tillögunni til næsta fundar til þess að geta rætt hana betur og mótað okkur skoðanir á henni en ekki var einhugur um það. Tillagan var samþykkt.

Þó svo að breytingin taki ekki gildi fyrr en um næstu bæjarstjórnarkosningar lít ég engu að síður svo á að gærdagurinn hafi verið stór dagur fyrir lýðræðið í Vestmannaeyjum!

Njáll Ragnarsson.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst