Hljómsveitin Land og synir munu leika á stórdansleik í Höllinni á Nýársdag en sveitin tengist Vestmannaeyjum órjúfanlegum böndum. Þannig má segja að ferill sveitarinnar hafi hafist á Þjóðhátíð 1997 en sveitin hefur síðan þá, oftar en ekki leikið fyrir gesti hátíðarinnar. Auk þess er trymbill sveitarinnar, Birgir Nielsen orðinn Eyjamaður og því hæg heimatökin að fá sveitina til Eyja. Hreimur Heimisson, söngvari sveitarinnar segir mikla eftirvæntingu meðal hljómsveitameðlima að spila í Eyjum.