Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna töpuðu nokkuð stórt gegn Breiðablik í dag. ÍBV var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Blikar leiddu þó þegar flautað var til leikhlés með einu marki gegn engu.
Fyrsta markið kom úr aukaspyrnu af kantinum þar sem þær nýttu vindinn vel og komu boltanum í netið.
Í seinni hálfleik byrjaði ÍBV betur en um leið og Blikar skoruðu annað mark sitt var eins og allur vindur væri úr ÍBV. Mörk númer þrjú og fjögur voru bæði græn og því 4-0 tap á heimavelli staðreynd.
Stelpurnar verða að gleyma þessu sem fyrst þar sem mikilvægur leikur við Selfoss er á mánudaginn í 8-liða úrslitum bikarsins.