Í dag hefst Hafnarfjarðarmótið í handbolta, þar sem fjögur lið mæta til leiks. Haukar, FH og í ár eru gestaliðin ÍR og ÍBV. Fyrir handboltaunnendur á höfuðborgarsvæðinu er þetta tilvalin skemmtun og má búast við hörkuleikjum. ÍBV leikur gegn FH í dag klukkan 20:00, á morgun spila strákarnir gegn Haukum klukkan 18:00 og á laugardaginn mætast gestaliðin, ÍR og ÍBV klukkan 14:00 en mótinu lýkur svo með hafnarfjarðarslag milli Hauka og FH klukkan 16:00.
Allir leikir mótsins fara fram í íþróttahúsinu við Strandgötu.