Í kvöld klukkan 19:30 fer fram síðasta umferð í 1. deild karla. Eyjamenn taka á móti Víkingum í Eyjum en ÍBV tryggði sér efsta sætið með stórgóðum útisigri á Stjörnunni í síðustu umferð, og um leið sæti í úrvalsdeild næsta vetur. Liðið fær því bikar fyrir sigurinn í 1. deildinni að leik loknum í kvöld.