Hann fékk heldur óblíðar móttökur, sílamáfurinn sem ætlaði að krækja sér í æðarunga á Daltjörninni um daginn. �??�?ær voru einar sex kollurnar sem fannst hann gerast helst til nærgöngull og réðust á hann,�?? sagði Ruth Zohlen sem náði að mynda slaginn. Undanfarin sumur hefur hópur af æðar- kollum haldið sig á tjörninni með unga sína og er hann óvenjustór núna. �??Máfurinn varð undir í slagnum og hélt ég fyrst að hann væri dáinn. Hann náði þó að koma sér í burtu en kollurnar héldu áfram að sinna ungum sínum,�?? sagði Ruth.