Mér hnykkti við að sjá að stjórnmálamennirnir okkar stefna í alvöru á að byggja upp nýja höfn í sandinum við Bakkafjöru. Segjast þeir með því vera að leysa samgöngumál okkar Eyjamanna í bráð og lengd. Ég vara við þessari framkvæmd. Hún er vanhugsuð og skilar okkur ekki því öryggi og þeim samgöngubótum sem við þurfum á að halda. Fróðir menn segja mér að erfitt verði að koma upp öruggri höfn í Bakkafjöru og þó það takist styttir það ekki ferðatíma með ásættanlegum hætti.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst