Á laugardaginn verður mikið stuð á veitinga- og skemmtistaðnum Volcano Café en þá munu þeir Jógvan, Vignir Snær og Sjonni Brink mæta til Eyja og sjá um að skemmta Eyjamönnum. Í fréttatilkynningu frá eigendum Volcano Café kemur fram að þarna sé um að ræða snilldar tónlistarmenn og að viðburðurinn sé eitthvað sem enginn ætti að missa af. Og að sjálfsögðu er frítt inn.