Ísfisktogararnir Vestmannaey VE, Bergey VE og Jóhanna Gísladóttir GK lönduðu allir í Neskaupstað í gær að aflokinni stuttri veiðiferð. Vestmannaey og Bergey höfðu verið tvo daga að veiðum og Jóhanna Gísladóttir þrjá. Heimasíða Síldarvinnslunnar greinir frá. Þar er rætt við skipstjóranna og þeir spurðir frekari frétta.
Egill Guðni Guðnason á Vestmannaey sagði að þeir hefðu verið að veiðum norður undir Langanesi og það hefði verið vitlaust veður allan tímann. Aflinn var á milli 20 og 30 tonn. Ég geri ráð fyrir að ekki verði farið út á ný fyrr en á laugardag,” sagði Egill Guðni.
Jón Valgeirsson hafði svipaða sögu að segja. ”Við vorum í skítabrælu á Glettinganesflaki og aflinn var um 30 tonn. Þetta var þorskur og ýsa. Túrinn var stuttur. Þetta voru einungis fimm stutt hol. Tíðarfarið er að ergja okkur verulega um þessar mundir. Þetta hefur verið sannkallað skítatíðarfar,” sagði Jón.
Jóhanna Gísladóttir var heldur lengur úti en Vestmannaeyjaskipin enda var aflinn neiri eða 65 tonn. Einar Ólafur Ágústsson sagði að veiðiferðin hefði staðið yfir í eina þrjá sólarhringa. ”Við vorum að veiðum í Norðfjarðardýpinu og aðeins á Glettingi. Veðrið var virkilega leiðinlegt. Ég geri ráð fyrir að haldið verði til veiða á ný síðar í dag,” sagði Einar Ólafur.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.