Styðjum Kótilettukvöldið, Krabbavörn og Líkn.

Á kótilettukvöldinu á morgun fimmtudag, 26. október verð ég með bók mína, Lífsaga Didda Frissa til sölu í Höllinni. Bókin verður árituð og 2.000 kr. af hverju seldu eintaki rennur til kótilettukvöldsins og þeirra verkefna sem þeir styrkja. Verkefnið er gert í samstarfi við Gunna og Pétur Steingríms.

Bókin er tæpar 400 blaðsíður, ríkulega myndskreytt fjallar um Didda Frissa sem er sjómaður frá Sandgerði sem á sér magnaða sögu eins og margir sjómenn og útgerðarmenn í Eyjum og sjávarplássum viða um land. Bókin hefur fengið góða dóma og er full af stórskemmtilegum sögum og atburðum sem eru lyginni líkust. Ég veit að stemningin í bókinni er Eyjamönnum að skapi og vonandi getum við saman tekið þátt í að styrkja góð málefni í Eyjum með sölu bókarinnar.

Bókin verður seld á 7000 kr. og verður posi á staðnum, fyrir og eftir kótilettukvöldverð.

Ásmundur Friðriksson alþingismaður og rithöfundur.

Nýjustu fréttir

Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.