Sú besta framlengir samning við ÍBV

Knattspyrnukonan Olga Sevcova hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV til ársins 2025. Olga hefur verið einn af burðarásum liðsins síðustu ár og leikið gríðarlega vel á leiktíðinni. Hún var í úrvalsliði fyrri hluta tímabilsins.

Olga var þá valin besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð. Hún hefur alls leikið 58 leiki fyrir ÍBV í öllum keppnum og skorað í þeim 17 mörk. Olga á fjöldann allan af landsleikjum fyrir Lettland og hefur verið valin knattspyrnukona ársins þar í landi fimm sinnum.

Þessar fréttir eru mikil gleðitíðindi fyrir knattspyrnudeildina, lið ÍBV situr nú í 5. sæti deildarinnar þegar fimm leikir eru eftir.

Frétt af heimasíðu ÍBV.

Nýjustu fréttir

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.