Sumaráætlun Herjólfs sem gilda átti til 15. ágúst hefur verið framlengd til 4. september, eða þar til skipið fer í slipp til Danmerkur. Þá mun ms. Baldur taka við siglingum í Landeyjahöfn og er einnig fyrirhugað að hann sigli 5 ferðir á dag í Landeyjahöfn. Hinsvegar kann tímaáætlun eitthvað að raskast þar sem Baldur gengur minna en Herjólfur. En það mun koma í ljós.