Sundlaugargestir ánægðir í morgunsárið
18. maí, 2020

Sundlaugin opnaði stundvíslega klukkan 6:15 í morgun. “Mætingin var ágæt í morgun enn ekkert í líkingu við það sem var í bænum, enda voru þa aðallega unglingar sem mættu kl 00:01 enn þessi hópur er sofandi til hádegis,” sagði Grétar Þór Eyþórsson forstöðumaður í íþróttamiðstöinni í morgun og glotti.

“Andinn var frábær og almenn ánægja með framkvæmdirnar. Erum ennþá að fínpússa þetta og hengja upp og svoleiðis.” Grétar segir að á baðstöðum fellur tveggja metra reglan úr gildi enn er valkvæði, viðskiptavinur á rétt á tveggja metra reglunni enn þeir sem vilja mega sitja saman í pottinum.

“Framkvæmdir eru á lokastigi enn klefarnir eru komnir í notkun. Það á í raun bara eftir að hengja upp nokkra hluti. Núna erum við að mála vestur vegginn í sundlaugarsalnum og klára loftræstinguna í sundlaugarsalnum. Í framhaldinu er verið að fara grafa fyrir kalda pottinum,” sagði Grétar að lokum.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.