Svavar Vignisson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna á Selfossi. Frá þessu var greint á heimasíðu félagsins í gær. Svavar, sem er 48 ára gamall, hefur bæði spilað með og þjálfað ÍBV. Hann var leikmaður liðsins frá 1990-2006 með tveggja ára viðkomu á meginlandinu, í FH. Hann þjálfaði meistaraflokk ÍBV karla frá 2008-2010 og meistaraflokk kvenna frá 2010-2015.
„Ég er mjög spenntur að taka þjálfaraskóna af hillunni og vinna með faglegu teymi á Selfossi. Selfoss hefur sýnt að þau kunna að búa til frábært handboltafólk bæði karla- og kvennamegin og vonandi tekst okkur teyminu að byggja á því góða starfi sem verið hefur á Selfossi.“
Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð með þessa ráðningu á Svavari og bindur miklar vonir við að hann verði mikilvægur hluti af áframhaldandi uppbyggingu kvennahandbolta á Selfossi. Rúnar Hjálmarsson mun halda áfram sem aðstoðarþjálfari liðsins líkt og undanfarin ár, ásamt því að vera styrktarþjálfari liðsins. Um leið þakkar handknattleiksdeildin Erni Þrastarsyni, fráfarandi þjálfara, fyrir gott starf í þeirri uppbyggingu sem staðið hefur yfir. Örn mun snúa sér að öðrum störfum innan deildarinnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst