Svei ykkur!
8. febrúar, 2007

�?egar eitthvað misferst eða er ekki gert eins og þeir vilja, er hamast á viðkomandi þingmanni eða ráðherra, hann borinn öllum illum sökum og að lokum jafnvel krafist að hann segi af sér.

�?egar viðkomandi gerir síðan eitthvað vel, á frumkvæði að nýjungum, bregst við ákveðnum ábendingum eða leiðréttir misfellur í framkvæmd laga eða reglna þá virðist flokkslínan vera að alls ekki má hrósa! Alls EKKI má segja: “Vel að verki staðið,” eða “gott hjá þér”! Nei, þá er staðið á því fastara en fótunum að þeir (þ.a.s Samfylkingin) hafi átt hugmyndina og þar með heiðurinn.

Vefsíða feminískra jafnaðarmanna gerir þetta í gær með pistli um hið ágæta verk Magnúsar Stefánssonar um að breyta hvernig fæðingarorlofslaun eru reiknuð þegar foreldrar eignast tvö börn á þriggja ára tímabili. Foreldrar höfðu komið fram í fjölmiðlum, bent á að í þessu fælist ákveðið óréttlæti og Magnús fór strax í að breyta þessu. Skv. Rósu �?órðardóttur, húsfreyju og bónda á Suðurlandi, má þakka þetta Jóhönnu Sigurðardóttur, Katrínu Júlíusdóttur, Bryndís Ísafold og Oddný Sturludóttir. Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, hafði að hennar mati nákvæmlega ekkert með þetta að gera…

Annað dæmi er rammakvein væntanlegs varaþingmanns Samfylkingarinnar, Ástu Ragnheiðar Jóhannsdóttur, um bækling sem heilbrigðisráðherra gaf út til að kynna nýja stefnumótun og áherslu í uppbyggingu öldrunarþjónustu. Margoft hafði verið óskað eftir að áætlunum og frumkvæði ráðuneytisins í uppbyggingu öldrunarþjónustu yrði komið vel á framfæri og hafði m.a. áðurnefnd Ásta Ragnheiður verið í þeim hópi. Heyrðum við Ástu Ragnheiði einhvern tímann hrósa ráðherranum fyrir frumkvæðið eða að hafa tekið vel í ábendingar hennar?

Nei, – bara að það væri allt ómögulegt við þetta og ef það væri eitthvað jákvætt þá væri það bara vegna þess að hún, eða bara einhver annar kom nálægt þessu máli.

�?g segi bara svei ykkur!

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst