Knattspyrnumaðurinn Sverrir Páll Hjaltested er farinn frá ÍBV. Sverrir hafði leikið með ÍBV síðastliðin þrjú ár en samningur hans við félagið rennur út um áramótin. Félagið greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í dag.
Sverrir er 25 ára sóknarmaður. Hann skoraði sex mörk í 26 leikjum í Bestu deildinni á síðustu leiktíð. Árið 2024 skoraði hann sex mörk í 20 leikjum í Lengjudeildinni þegar ÍBV tryggði sig upp í Bestu deildina og árið 2023 skoraði hann sex mörk í 24 leikjum í Bestu deildinni. Þá skoraði hann eitt mark í Mjólkurbikarnum fyrir ÍBV.
Alls hefur hann leikið 67 leiki í efstu deild og skorað í þeim 13 mörk. Í næst efstu deild hefur hann skorað 12 mörk í 34 leikjum. Hann hefur einnig leikið með Völsung, Val og Kórdrengjum í meistaraflokki.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst