Eftir 0-6 tap gegn Reyni frá Sandgerði á heimavelli í dag er svo gott sem úti um vonir KFS að komast upp í 3. deildina.
Þar sem verið er að fjölga liðum í þriðju deildinni fara þrjú lið upp úr þeirri fjórðu að þessu sinni. En það verður að teljast ólíklegt að KFS verði eitt þeirra eftir tapið í dag.
Úrslitakeppnin er spiluð með útsláttar fyrirkomulagi þar sem annað liðið fer áfram í fjögurra liða úrslit og eru spilaðir tveir leikir, heima og að heiman.
Seinni leikur liðana fer fram í Sandgerði næsta miðvikudag þann 5. september.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst