Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Sagnheimar. Sýningin er í sagnheimum. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Föstudaginn 23. janúar minnumst við þess að 53 ár eru síðan eldgos hófst á Heimaey. Því er við hæfi að opna sýninguna Geological Rhapsody í Sagnheimum sem fjallar um tilvist og veru manns á eldfjallaeyjum. Sýningin opnar klukkan 17:00 og er samstarfverkefni japanskra og íslenskra listamanna.

Sýningin hefur það markmið að kanna hvernig jarðfræðileg virkni mótar mannlega sýn, hegðun og hugmyndir um vistfræðilega sambúð, út frá listrænum sjónarhornum íslenskra og japanskra listamanna, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Þess má geta að sýningin verður opin mánudaga til laugardaga frá klukkan 12.00 – 15.00.

Þótt Ísland og Japan séu í það bil 8.600 km fjarlægð, deila þau áhugaverðum menningarlegum líkindum, svo sem nánum tengslum við náttúruöflin og animískar heimsmyndir.

Þetta á sér rætur að rekja til sameiginlegra jarðfræðilegra þáttum: en löndin eru báðar eyjaþjóðir sem staðsettar eru á flekaskilum þar sem Evrasíuflekinn og Norður-Ameríkuflekinn annars vegar togast á við hvorn annan og hins vegar ganga niður undir annan flekann, sem leiðir til virkrar jarðskorpuhreyfingar og tíðrar eldvirkni.

Með því að fjalla um jarðfræðileg fyrirbæri, þau samfélagslegu viðbrögð sem þau kalla fram og þær leiðir sem mannfólkið notar til að takast á við þau, leitast Geological Rhapsody við að tengja þessi atriði við raunverulegar aðstæður og núverandi alþjóðlegt samhengi. Sýniningin kannar líkindi og mismun á náttúrulegu umhverfi Íslands og Japans, og hvernig þessir þættir hafa áhrif á menningarlega þætti á borð við sambandið við náttúruna, hamfaravarnir og nauðungarflutninga — í gegnum verk þessara fjögurra listamanna.

Að auki mun framsetning japanskra dæma fyrir íslenskan áhorfendahóp, og öfugt, skapa vettvang fyrir beina samræðu við listamennina. Þessi gagnkvæma miðlun miðar að því að hvetja til ígrundunar um sérstöðu staðbundinna umhverfa sem og sameiginlegra eiginleika þeirra með öðrum löndum, og stuðla þannig að þverþjóðlegu samstarfi og miðlun þekkingar á sviði umhverfismála. Sýningin opnar eins og áður segir á morgun, föstudaginn 23. janúar 2026 og verða listamennirnir á staðnum frá klukkan 16:00 – 18:00 þann dag.

Nýjustu fréttir

Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.