Tæp ellefu prósent kvótans til Eyja

Ríf­lega 86% af heild­arafla­marki nýs fisk­veiðiárs sem hefst í dag fara til 50 fyr­ir­tækja, sem er reynd­ar 1,7% lægri tala en í fyrra. Alls fá 416 fyr­ir­tæki eða lögaðilar út­hlutað veii­heim­ild­um nú eða 44 fleiri aðilar en í fyrra.

Í ár fær HB Grandi í Reykja­vík, líkt og í fyrra, mestu út­hlutað til sinna skipa eða 8,9% af heild­inni. Sam­herji á Ak­ur­eyri er þar á eft­ir með 6,3% og því næst Þor­björn hf. í Grinda­vík með 5,5%. Þetta er sama röð efstu fyr­ir­tækja og und­an­far­in ár.

Mest af afla­heim­ild­um að þessu sinni fer til skipa sem skráð eru í Reykja­vík eða 11,7% af heild­inni sam­an­borið við 12,3% í fyrra. Grinda­vík er líkt og un­an­far­in ár í öðru sæti og fær 11,1% pott­in­um og bæt­ir við sig 0,3% milli ára. Vest­manna­eyja­skip ráða yfir 10,8% kvót­ans sem er 0,9% frá í fyrra.

Alls út­hlut­ar fiski­stofa nú kvóta til alls 540 skipa og báta. Tog­ar­arn­ir eru 42, afla­marks­skip 115, smá­bát­ar með afla­mark eru 68 og króka­afla­marks­bát­ar 315.

Mbl.is greindi frá.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.