Mjallhvíta eyjan okkar

Um helgina er útlit fyrir fremur rólegt veður. Það sem eftir lifir dags verður norðvestlæg átt, víða gola en strekkingur syðst. Snjókoma norðantil á landinu, en dregur smám saman úr ofankomu sunnanlands. Víða vægt frost, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands síðdegis í dag. Ennfremur segir í hugleiðingunum að á morgun dragi úr vindi […]
Vasaljósadagur á Kirkjugerði

Um daginn nýttu nemendur og kennarar í Kirkjugerði rigninguna og dimman morgun til þess að leika sér með ljós og skugga. Nemendur komu með vasaljós að heiman og settar voru upp ljósa/skugga stöðvar um allan skóla. Til þess var nýttur ýmis efniviður eins og myndvarpar, bæði gamla gerðin sem og nýja gerðin, lituð ljós, glær […]
Hæst bar opnun nýrrar vefsíðu

Þess var minnst í Eldheimum á fimmtudaginn sl. að 52 ár voru frá upphafi Heimaeyjargossins. Athöfnin var helguð Ingibergi Óskarssyni sem á heiðurinn að verkefninu, 1973 – Allir í bátana. Þar er m.a. að finna nöfn meginþorra þeirra sem flúðu Heimaey gosnóttina og með hvaða bát fólkið fór. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá og […]
Fram í Eyjaheimsókn

Þrettándu umferð Olís deildar kvenna lýkur í dag með viðureign ÍBV og Fram. Leikið er í Eyjum. Lið gestanna er í þriðja sæti með 18 stig, en Eyjaliðið er í næstneðsta sætinu með 6 stig úr 12 leikjum. Leikurinn hefst klukkan 13.00. Fyrir þá sem ekki komast að styðja við bakið á stelpunum má benda […]
Ingibergur heiðraður fyrir stórvirki

Það var fullt hús í Eldheimum í gærkvöldi þar sem opnuð var ný vefsíða, Stærsta björgun Íslandssögunnar – 1973 – Allir í bátana. Þar er að finna ótrúlegt magn upplýsinga sem Eyjamaðurinn Ingibergur Óskarsson hefur safnað saman síðustu 14 til 15 ár. Grunnurinn er nöfn langflestra sem urðu að flýja Heimaey gosnóttina, 23. janúar 1973, […]
Bráðabirgðaniðurstöður gefa ekki ástæðu til bjartsýni

Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson, ásamt þremur uppsjávarveiðiskipum, Heimaey, Polar Ammassak og Barða, verið við loðnumælingar síðan 16. janúar. Veður hafa tafið fyrir mælingum að einhverju leyti en ekki haft teljandi áhrif á niðurstöður þeirra. Mælingar eru núna langt komnar og einungis mælingar Árna Friðrikssonar úti af Vestfjörðum […]
ÍBV fær serbneskan miðvörð

Serbneski knattspyrnumaðurinn Jovan Mitrovic er genginn til liðs við ÍBV. Hann kemur til ÍBV frá serbneska liðinu FK Indjija, þar sem hann hefur leikið síðustu 18 mánuði, í næst efstu deild. Jovan verður 24 ára á morgun, 25. janúar. Í tilkynningu frá knattspyrnuráði ÍBV segir að Jovan hafi leikið stórt hlutverk með serbneska liðinu á […]
Jarðvegsvinna að hefjast við Hásteinsvöll

Þjótandi er að hefja jarðvegsvinnu við Hásteinsvöll, en til stendur að setja á hann gervigras. Vestmannaeyjabær auglýsti svo í þessari viku eftir tilboðum í útvegun og fullnaðarfrágangi gervigrass ásamt fjaðurlagi vegna endurgerðar aðalvallar vallarins. Fram kemur að gervigrasið skuli vera af bestu fáanlegum gæðum og uppfylla FIFA Quality staðal Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Þá segir að áætluð verklok […]
Tónleikunum seinkað vegna leiks Íslands og Króatíu

Tónleikarnir „Við sem heima sitjum“ í Eldheimum byrja kl. 21:00 í kvöld eða strax eftir handboltaleikinn. Á tónleikunum ætlum að hafa notalega kvöldstund með tónlist sem var vinsæl bæði fyrir og eftir gosið 1973, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. „Við ætlum að syngja og leika lög eftir Bítlana, Gunnar Þórðarson, Bob Dylan, Oddgeir Kristjánsson, Carol […]
Herjólfur til Þorlákshafnar

Því miður er orðið ófært til Landeyjahafnar og því siglir Herjólfur til Þorlákshafnar fyrri ferð dagsins. Brottför frá Vestmannaeyjum kl 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl 10:45, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Farþegar sem áttu bókað á þessum tímasetningum í Landeyjahöfn færast sjálfkrafa á milli hafna. Eftirfarandi ferðir hafa verið felldar niður, þ.e. kl 08:15,09:30,12:00,13:15. […]