Herjólfur til Þorlákshafnar

Því miður er orðið ófært til Landeyjahafnar og því siglir Herjólfur til Þorlákshafnar fyrri ferð dagsins. Brottför frá Vestmannaeyjum kl 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl 10:45, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Farþegar sem áttu bókað á þessum tímasetningum í Landeyjahöfn færast sjálfkrafa á milli hafna. Eftirfarandi ferðir hafa verið felldar niður, þ.e. kl 08:15,09:30,12:00,13:15. […]
Ísfélagið semur um sambankalán

Ísfélagið hefur undirritað lánasamning að fjárhæð 220 milljónir evra (um 32 milljörðum króna) við hóp banka. Lánið er til fimm ára og skiptist í tvo hluta, annars vegar í EUR 150 milljóna afborgunarlán með 25 ára afborgunarferli og hins vegar að jafngildi EUR 70 milljóna fjölmynta ádráttarlán. Afborgunarhlutinn verður nýttur til að endurfjármagna öll núverandi […]
„Höfum mikla trú á þessari vinnu“

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur skipað fjögurra manna starfshóp sem á að skila tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri þann 28. febrúar. Hópinn skipa Björn Ingi Victorsson formaður, sem er endurskoðandi og forstjóri Steypustöðvarinnar, Gylfi Ólafsson, hagfræðingur og fyrrverandi forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Hildur Georgsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Framkvæmdasýslunni – Ríkiseignum og fyrrverandi yfirlögfræðingur Ríkiskaupa, og Oddný Árnadóttir, framkvæmdastjóri […]
Bandarískur varnarmaður til Eyja

Bandaríska knattspyrnukonan Avery Vander Ven hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og kemur til með að leika með liðinu í Lengjudeild kvenna í sumar. Hún er 22 ára og hefur leikið í bandaríska háskólaboltanum síðustu ár, bæði hjá Colorado State Rams og einnig hjá Texas Longhorns. Í tilkynningu á heimasíðu ÍBV segir að Avery hafi […]
Eyjatónleikar – Landeyjahöfn alla helgina

„Það lítur vel út með Landeyjahöfn á morgun, laugardaginn og á sunnudaginn þegar heim skal haldið þannig að ég er bjartsýnn á góða aðsókn,“ sagði Bjarni Ólafur Guðmundsson, tónleikahaldari um tónleikana, Töfrar í Herjólfsdal sem verða í Eldborgarsal Hörpu á laugardagskvöldið, 25. janúar. „Þetta verða 14. tónleikarnir í röð en hvort þeir verða þeir síðustu […]
Gul viðvörun: Talsverð eða mikil snjókoma

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á Suðurlandi og Suðausturlandi. Tók viðvörunin gildi á Suðurlandi kl. 14:00 og gildir hún til kl. 02:00 í nótt. Í viðvörunaroðrum segir að búist sé við að talsverð eða mikil snjókoma falli í fremur hægum vindi. Uppsöfnuð snjókoma á viðvörunartímabilinu gæti verið á bilinu 15 til 30 […]
„Er örugglega að bíða eftir loðnunni”

Vestmannaeyjatogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í vikunni. Bergur landaði á mánudag í Grindavík og Vestmannaey í Vestmannaeyjum í gær. Rætt er við skipstjóra skipanna á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag. Fyrst er rætt við Jón Valgeirsson skipstjóra á Bergi. „Við byrjuðum túrinn á Pétursey og Vík. Þar var létt nudd, þorskur og smá […]
Tónleikar – Við sem heima sitjum

Á morgun, föstudaginn 24. janúar kl. 20:30 verða tónleikarnir, Við sem heima sitjum í Eldheimum. Tilefnið er að minnast tímanna frá fyrir og eftir gosið í Heimaey 1973. Sungin verða vinsæl lög frá þessum tíma, bítlalög, þjóðlög, popplög o.s.frv. Fram koma þau Hrafnhildur Helgadóttir, Júlíanna S. Andersen, Arnór Hermannson, Helga Jónsdóttir, Þórir […]
Stærsta björgun Íslandssögunnar – 1973 – Allir í bátana

Þess verður minnst í Eldheimum í kvöld kl. 19.30 að í dag eru 52 ár frá upphafi Heimaeyjargossins. Athöfnin verður helguð Ingibergi Óskarssyni sem á heiðurinn að verkefninu, 1973 – Allir í bátana. Þar er m.a. að finna nöfn meginþorra þeirra sem flúðu Heimaey gosnóttina og með hvaða bát fólkið fór. Boðið er upp á […]
1973 – Allir í bátana – fyrir og eftir gos

Í Safnahúsi er sýning á myndum úr safni Ingibergs Óskarssonar, sem á heiðurinn að 1973 – Allir í bátana. Hefur hann m.a. safnað fjölda ljósmynda sem teknar voru í gosinu 1973. Fyrir nokkrum árum byrjaði hann að taka myndir frá sama sjónarhorni og úr varð sýningin Fyrir og eftir sem nú er opin í Einarsstofu. […]