Herjólfur til Þorlákshafnar í dag

Herjólfur_2023_ÓPF_DSC_1763

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 19:45. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að ferðir kl. 08:15, 09:30, 12:00,13:15, 14:30,15:45, 18:15, 19:30, 22:00,23:15 falli niður.  Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á […]

Ragna Sara áfram með ÍBV

Eyjakonan Ragna Sara Magnúsdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV um tvö ár, hún hefur verið lykilmaður hjá liðinu síðustu ár eða allt frá því að hún vann sér fast sæti í byrjunarliðinu árið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins. Ragna, sem er fædd árið 2003, er uppalin hjá ÍBV og […]

Hvert er hlutverk bæjarfulltrúans ?

eythor_h_cr

„Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ spurði Jón Hreggviðsson í  Íslandsklukku, frægri skáldsögu Halldórs Laxness. Þessi stórkostlega spurning kemur stundum upp í huga minn þegar sveitarstjórnarmálin í Eyjum eru rædd. Ég spyr sjálfan mig: Hvenær er maður í minnihluta og hvenær ekki? Svarið er ekki alltaf augljóst, en eitt er víst: […]

Lönduðu báðir fullfermi í heimahöfn

Landad Ur Vestmannaey Ve 22 Jul

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í heimahöfn í vikunni. Vestmannaey landaði á þriðjudag og Bergur á miðvikudag. Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey lét vel af veiðiferðinni. „Þetta var bara fínasti túr en aflinn var mest ýsa. Við hófum veiðar út af […]

World Class í viðræðum við Vestmannaeyjabæ

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur ákveðið að hefja viðræður við World Class um mögulegan rekstur heilsuræktar við sundlaug Vestmannaeyja. Þessi ákvörðun var tekin á fundi bæjarráðs þann 15. janúar og birtist grein um málefnið á vef Viðskiptablaðsins nú í morgun. Björn Leifsson, forstjóri og einn aðaleigandi World Class, sendi bæjarstjóra, Írisi Róbertsdóttur, erindi þar sem hann óskaði […]

​Sakar bæjaryfirvöld um mismunun og svik

hasteinssvaedi_yfir_opf

Skipulag fyrir baðlón við Skansinn er nú til umfjöllunar hjá Vestmannaeyjabæ. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í byrjun vikunnar var lagt fram að lokinni kynningu á vinnslustigi tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna þróunaráforma um baðlón og hótel á Skanshöfða ásamt nýju deiliskipulagi fyrir Skans og Skanshöfða. Auk þess er lögð fram umhverfisskýrsla […]

Gular viðvaranir gefnar út

Gul Vidv 170125

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi, á Austfjörðum og á Suðausturlandi.  Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi kl. 23:00 í kvöld gildir til kl. 07:00 í fyrramálið. Í viðvörunarorðum segir: Austan og norðastan 13-23 og hviður yfir 35 m/s, hvasssast og mest úrkoma undir Eyjafjöllum. Snjókoma eða slydda á láglendi með lélegu […]

Siglt til Landeyjahafnar

landeyjah_her_nyr

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar eina ferð fyrir hádegi. Brottför frá Vestmannaeyju kl. 07:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 10:45. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Hvað varðar siglinar fyrir seinna í dag, verður gefin út tilkynning fljótlega eftir hádegi. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja […]

Kunnum að búa til gleði og gaman

Eyjafólkið Arnar Júlíusson og Dagbjört Lena Sigurðardóttir eru á fullu í vinnu við að undirbúa Eyjatónleikana í Hörpu laugardaginn 25. janúar nk. Þar eru þau á vegum Háskólans á Hólum og er liður í námi þeirra í viðburðarstjórnun. „Við komum inn í verkefnið í nóvember á síðasta ári og er þetta  hluti af verknámi sem […]

Óboðlegar uppákomur

Reykjavikurflugvollur Ernir Cr

Samgöngustofa hefur fyrirskipað Reykjavíkurborg að loka annarri flugbrautinni þar sem tré í Öskjuhlíðinni hafa áhrif á flugöryggi. Áður hafði verið farið fram á það við borgina að trén yrðu felld en borgaryfirvöld hafa ekki brugðist við sem skyldi. Bæjarráð Vestmannaeyja fjallaði um málið á fundi ráðsins í gær. Ráðið lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðunni […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.