Litla Mónakó – Nýja olíu auðlindin og Smyril Line að hefja áætlunarsiglingar

Thumbnail Download (1) (2)

Í lok nóvember var stærsta áfanga til þessa náð hjá landeldisfyrirtækinu LAXEY þegar að áframeldi í Viðlagafjöru var formlega tekið í notkun og má því segja að landeldi í sjó er hafið. Þetta er svo táknrænt á marga vegu. Þegar að maður horfir í fyrsta skipti á flutning seiðanna úr seiðaeldisstöðunni í Friðarhöfn yfir í […]

Ljósin kveikt í kirkjugarðinum

DJI 20241207163207 0008 D Kirkjugardur Hbh

Í gær var kveikt á jólaljósunum í Kirkjugarði Vestmannaeyja. Að venju sjá þeir Steingrímur Svavarsson og Sveinn Sveinsson um að tengja fallegu jólaljósin sem lýsa upp skammdegið. Halldór B. Halldórsson gerði sér ferð í garðinn í gær. Myndband hans má sjá hér að neðan. (meira…)

Framkvæmt í fjörunni

K94A1481 2

Í gær fór Halldór B. Halldórsson í Viðlagafjöru. Þar eru framkvæmdir á fullu en nýverið fór fyrsti skammturinn af seiðum þangað. Myndband frá ferð Halldórs um svæðið má sjá hér að neðan. (meira…)

Vel heppnaðir jólatónleikar í Höllinni

Glæsilegir jólatónleikar fóru fram í Höllinni í gærkvöldi, 6. desember. Kvöldið heppnaðist einstaklega vel og var frábær stemning í húsinu og vel mætt. Jónsi úr Svörtum fötum steig á svið, en auk Jónsa komu fram frábærir söngvarar úr Eyjum undir leik hljómsveitarinnar Gosanna. Á meðal þeirra sem stigu á svið voru þau Guðjón Smári, Eló, […]

Viðvaranir í flestum landshlutum

Veðurstofan hefur gefið úr appelsínugular viðvaranir vegna veðurs á Breiðafirði, Vestfjörðum og á Strandum og norðurlandi vestra. Þá hafa verið gefnar út gular viðvaranir á eftirtöldum stöðum: Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Norðurland eystra, Austfirðir, Suðausturland og Strandir og norðurland vestra. Asahláka í Suðurlandi Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 8. des. kl. 16:00 og […]

Tap gegn Stjörnunni

Eyja 3L2A7572

ÍBV og Stjarnan mættust í Olísdeild karla í gærkvöldi. Leikið var í Garðabæ. Fyrri hálfleik­ur var nokkuð jafn en Stjarn­an leiddi í leikhléi, 16-14. Heimamenn hófu seinni hálfleikinn betur og komust í  22-16 eftir tíu mínútur. ÍBV náði ekki að vinna þetta forskot upp og enduðu leikar 33-26. Með sigr­in­um fóru Stjörnumenn upp fyrir ÍBV […]

Norskur miðjumaður til ÍBV

Norski knattspyrnumaðurinn Jörgen Pettersen hefur samið við knattspyrnudeild ÍBV um að leika með liðinu út árið 2025. Hann kemur til liðsins frá Þrótti Reykjavík þar sem hann lék í Lengjudeildinni í sumar. Í tilkynningu á vefsíðu ÍBV segir að samtals eigi Jörgen sem er 27 ára 114 KSÍ leiki og hefur hann skorað í þeim […]

Vestmannaeyjar í dag

skjask_hbh_061224

Það styttist í jólin og með snjófölinni verður æ jólalegra um að litast. Halldór B. Halldórsson gerði sér ferð um Heimaey í dag. Myndband frá ferðalaginu má sjá hér að neðan. (meira…)

Glaicer Guys flytja jólalag – gefa til góðgerðamála

Þeir Hannes Gústafsson, Friðrik Már Sigurðsson og Theodór Sigurbjörnsson, sem kalla sig Glacier Guys, hafa unnið ótrúlegt afrek með því að safna rúmlega 1.250.000 krónum til styrktar góðgerðarmálefnum. Þessir kraftmiklu strákar halda áfram að gleðja eyjafólk með fallegum söng sínum og einstakri góðmennsku. Hér má sjá skilaboðin sem þeir vilja koma á framfæri, ásamt flutningi […]

Mikilvægur þáttur í markaðssókn fyrirtækjanna

Í 15 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Markviss undirbúningur og þrotlaus vinna liggur að baki framúrskarandi árangri. Vottunin er mikilvægur þáttur í markaðssókn þeirra sem vilja efla traust viðskiptavina og samstarfsaðila. Það er því eftirsóknarvert að skara fram úr. Þetta kemur fram á heimasíðu […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.