Frá Styrktarsjóði Landakirkju

Jolatre TMS 20211218 164852

Styrktarsjóður Landakirkju veitir fólki sem hefur fasta búsetu í Eyjum aðstoð fyrir jólin og erum við byrjuð að taka við umsóknum um aðstoð. Sjóðurinn getur að sjálfsögðu ekki starfað nema vegna velvildar fyrirtækja og einstaklinga sem hafa í gegnum árin verið afar rausnarleg í framlögum sínum og viljum við þakka þeim fjölmörgu sem styrkt hafa […]

Brinks bauð best

ithrottam

Fyrsti áfangi viðbyggingar við íþróttamiðstöðina er að fara af stað, en nýbyggingin mun hýsa búningsklefa. Vestmannaeyjabær óskaði nýverið eftir verðtilboðum í jarðvinnu og lagnir fyrir bygginguna. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs. Þar kemur fram að tvö tilboð bárust í verkið. Gröfuþjónustan Brinks bauð 43.871.000 kr. og HS Vélaverk bauð 49.164.690 […]

Í blíðu yfir Eyjum

Yfir Hofn Midbæ Hbh Skjask 1124

Gott veður hefur verið í Eyjum í gær og í dag. Sannkölluð blíða. En samt minnir veturinn á sig með kuldatíð og frosti. Áfram er gert ráð fyrir kuldatíð. „Norðaustan 8-13 m/s, en 13-18 syðst á morgun. Bjart að mestu og frost 0 til 7 stig.” segir í nýrri spá Veðurstofunnar fyrir Suðurland. Halldór B. […]

ÍBV sækir HK heim

Eyja 3L2A7580

Ellefta umferð Olísdeildar karla hófst í gærkvöld með sigri Fram á Stjörnunni. Umferðin klárast í kvöld með fimm leikjum. Í Kórnum taka heimamenn í HK á móti ÍBV. HK í næstneðsta sæti deildarinnar með 5 stig. Eyjamenn eru með 11 stig í sjötta sæti. Kári Kristján verður fjarri góðu gamni í kvöld en hann tekur […]

Sigurgeir Jónsson – Fjórtánda bókin komin út

Afinn og sonardóttirin brúa kynslóðabilið „Nokkrar af þessum sögum áttu að koma í Vestmannaeyjabókinni en hún var orðinn svo stór og mikil að við Guðjón Ingi hjá Hólaútgáfunni urðum ásáttir um að sleppa smásögunum. Þar lágu þær þar til sonardóttir mín, Katrín Hersisdóttir, fékk veður af þeim og spurði hvort ég ætlaði ekki að gefa […]

Eygló Egils um Metabolic og ástríðuna fyrir þjálfun

Eygló Egilsdóttir þjálfari og jógakennari rekur Metabolic í Vestmannaeyjum, en Eygló tók við Metabolic fyrr á þessu ári og þjálfar nú þar ásamt þeim Dóru Sif Egilsdóttur og Aniku Heru Hannesdóttur. Áður en Eygló tók við hér í Eyjum hafði hún ekki einungis starfað við, heldur helgað líf sitt opnun og uppbyggingu á æfingastöðinni Metabolic […]

Krefjandi fyrsti túr í skipstjórastóli

Valtyr Bjarnason Nov 2024 EV

Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum í gær. Skipstjóri á Vestmannaey í veiðiferðinni var Valtýr Bjarnason en þetta var hans fyrsti túr í skipstjórastólnum. Valtýr er Eyjamaður og hefur verið annar stýrimaður á Vestmannaey undanfarin ár og leyst af sem fyrsti stýrimaður en nú kom að því að hann settist í […]

Fyrsta skóflustungan tekin á laugardag

Vidbygging Ithrottahus 2024 Vestm Is

Fyrsti áfangi viðbyggingar við Íþróttamiðstöðina er að fara af stað. Byggingin mun hýsa búningsklefa. Í tilkynningu á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar segir að fyrsta skóflustungan verði tekin á laugardaginn nk. kl. 10:30. Boðið verður upp á léttar veitingar í anddyri Íþróttamiðstöðvar að skóflustungu lokinni og verða myndir og teikningar af hönnun til sýnis. Allir/öll velkomin, segir í […]

Kári í tveggja leikja bann

Eyja 3L2A8985

Aganefnd HSÍ hefur dæmt Kára Kristján Kristjánsson í tveggja leikja bann vegna leikbrota hans í leik Hauka og ÍBV í Poweraid-bikar karla. Nefndin skoðaði bæði leikbrot hans í leik gegn Fram annars vegar og Hauka hins vegar. Með úrskurði aganefndar komst aganefnd að þeirri niðurstöðu að leikmanninum verði ekki refsað vegna meints leikbrots í leik […]

Pílufélag Vestmannaeyja hlaut samfélagsstyrk Krónunnar

Samfelagsstyrkur 2024 Eyjar

Krónan gekk nýlega frá vali á þrettán samfélagsverkefnum víða um land sem Krónan styrkir á þessu ári til góðra verka. Meðal þeirra sem hlutu styrk er Pílufélag Vestmannaeyja til að styrkja og efla starf yngri flokka í félaginu. Pílufélag Vestmannaeyja er áfengis- og vímuefnalaust félag sem leggur mikla áherslu á að bjóða börnum, ungmennum og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.