Sigurgeir frá Skuld fagnar 90 ára afmæli

Sigurgeir Jónasson fagnar 90 ára afmæli í dag, fimmtudaginn 19. september. Hann byrjaði ungur að taka myndir en sína fyrstu mynd tók hann í Álsey aðeins 12 ára gamall. Fyrsta fréttamyndin birtist í Tímanum 6. ágúst 1958 af grindhvalavöðu í Vestmannaeyjahöfn. Í framhaldi af því varð hann ljósmyndari Morgunblaðsins og er ekki alveg hættur því […]

Háspenna á lokamínútunum hjá konunum

Eyjakonur máttu sætta sig við jafntefli 22:22 þegar þær mættu ÍR á útivelli í kvöld í þriðju umferð Olísdeilarinnar. Er ÍBV með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leikina og í þriðja sæti eins og er. ÍR komst í 7:3 í byrjun leiks en staðan í hálfleik var 12:12 og var jafnræði með liðunum í seinni […]

Framúrskarandi fyrirtæki í sjávarútvegi heiðruð

Icefish 24

Íslensku sjávarútvegsverðlaunin, með stuðningi matvælaráðuneytisins og Kópavogsbæjar, voru veitt í gærkvöldi í níunda skipti, að loknum fyrsta degi IceFish 2024. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1999.  Verðlaunin heiðra framúrskarandi árangur í íslenskum og alþjóðlegum sjávarútvegi, með sérstakri áherslu á nýsköpun og byltingarkenndar vörur, ásamt því að verðlauna framúrskarandi þjónustu. Viðburðurinn að þessu sinni hófst með að merkum […]

Míla byggir upp framtíð fjarskipta í Vestmannaeyjum

„Míla hefur gengið frá kaupum á fjarskiptainnviðum Eyglóar í Vestamannaeyjum og stefnir á að byggja þar upp öflug fjarskipti til framtíðar. Míla hefur fylgst af virðingu með þeim góða árangri sem Eygló hefur náð á þeim stutta tíma sem félagið hefur starfað og tekur við því góða starfi. Míla mun fjárfesta í uppbyggingu á svæðinu […]

Vestmannaeyjabær slapp fyrir horn

Í sumarleyfi bæjarstjórnar samþykkti bæjarráð á fundi sínum þann 26. ágúst sl. samhljóða að ganga að kauptilboði Mílu hf. á Eygló ehf. Er málið því að fullu afgreitt af hálfu ráðsins. Öllum bæjarfulltrúum var boðið að sitja fundinn og taka þátt í umræðum um málið. Lýstu þeir allir fullum stuðningi við niðurstöðuna. Salan á Eygló […]

Eyjafréttir í dag – Stútfullt blað af flottu efni

Nýjasta tölublað Eyjafrétta kemur út í dag og er fjölbreytt að efni að venju. Meginstefið er sjávarútvegur í Vestmannaeyjum í sinni víðustu mynd og þjónustan við hann. Tilefnið er Sjávarútvegssýningin í Smáranum í Kópavogi sem opnuð verður í dag. Þar verða Eyjafréttir sýnilegar og kynna það sem Vestmannaeyjar hafa upp á bjóða í veiðum, vinnslu […]

Mæta ÍR á útivelli

Eyja 3L2A2868

Þriðja umferð Olís deildar kvenna hefst í kvöld með tveimur leikjum. Í Skógarseli tekur ÍR á móti ÍBV. Heimaliðið er enn án stiga en Eyjaliðið er með 2 stig. Það má því búast við hörkuleik í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 18.00, en þess má geta að leikurinn er í beinni hjá Sjónvarpi Símans. […]

Þórhallur bauð upp á einlæga stund í Einarsstofu

Þórhallur Helgi Barðason er ekki maður einhamur, syngur, kennir söng, yrkir,  gefur út ljóðabækur,  stjórnar kórum og nær að hrífa fólk með einlægum upplestri úr kvæðum sínum. Allt fékk þetta að njóta sín á yndisstund á fimmtudagskvöldið í Einarsstofu. Aðalstefið var upplestur á ljóðum Þórhalls við undirleik hljómsveitar Þóris Ólafsson. Sjálfur tók Þórhallur lagið og […]

Herjólfur III aftur á sölu

Hebbi Lan

Herjólfur III er aftur kominn á sölu á erlendri sölusíðu, hjá J. Gran & Co. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir í samtali við Eyjafréttir aðspurður um hvort búið sé að samþykkja af yfirvöldum að selja skipið að svo sé. „Alþingi hefur samþykkt það með heimild í fjárlögum.” Í einkasölu í þrjá mánuði G. Pétur […]

Herjólfur til Landeyjahafnar

landeyjah_her_nyr

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar á ný, eftir að hafa þurft að sigla síðan síðdegis í gær til Þorlákshafnar. Brottför er frá Vestmannaeyjum kl. 17:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 20:45. Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að hvað varði síðustu ferð kvöldins frá Vestmannaeyjum kl. 22:00 og frá Landeyjahöfn kl. 23:15 verður gefin út tilkynning seinna […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.