Molda snýr aftur með nýtt efni

Eftir rúmlega árs pásu stígur Molda aftur á sviðið með ferskt efni og nýjar tónlistarlegar áherslur. Hljómsveitin sækir innblástur í grunge-tímabilið og má þar greina áhrif frá sveitum á borð við Audioslave, Soundgarden og Foo Fighters. Nýja lagið Kill It with Kindness markar upphaf nýs kafla í ferli sveitarinnar, og von er á frekara efni […]

Frábær stemning á árshátíð VSV

IMG 8067

Árshátíð Vinnslustöðvarinnar var haldin með pompi og prakt um helgina. Í frétt á vefsíðu VSV segir að hátíðin hafi hafist með fordrykk á Háaloftinu þar sem gestir nutu samvista áður en hátíðin var formlega sett í Höllinni. „Veislustjórar kvöldsins voru hinir óviðjafnanlegu Sveppi og Pétur Jóhann. Þeir leiddu gesti í gegnum kvöldið með léttu spjalli, […]

Alfreð tók þátt í List án landamæra

Alfreð Geirsson, tók þátt í List án landamæra, sem haldin er þessa dagana í Gerðubergi í Reykjavík. Alfreð mætti á opnun sýningarinnar ásamt sínu besta fólki og var hann aukalistamaður í hátíðinni. List án landamæra er árleg listahátíð sem leggur sérstaka áherslu á listsköpun fatlaðs listafólks og hefur verið haldin frá árinu 2003. Markmið hátíðarinnar […]

Samráðsferlið hafið

Mennta- og barnamálaráðuneytið boðaði nýverið samráð um nýtt skipulag fyrir opinbera framhaldsskóla. Markmið breytinganna er að styrkja framhaldsskólastigið, efla starf skólanna og þjónustu við nemendur. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að samráðsferlið hafi hafist með stórum vinnufundi með öllum skólameisturum í lok september. Þar var farið yfir stjórnsýslulegt hlutverk fyrirhugaðra svæðisskrifstofa auk þess sem samspil […]

ÍBV tapaði á heimavelli gegn Haukum

Karlalið ÍBV í handbolta tók á móti Haukum í sjöttu umferð Olís deildar karla í Eyjum í dag. Leiknum lauk með tíu marka tapi ÍBV. Haukar náðu fjögurra marka forskoti í upphafi leiks, 4-8 og voru yfir það sem eftir lifði hálfleiksins. Staðan 13-19 í hálfleik. Haukar héldu áfram að leika vörn Eyjamanna grátt í […]

Fallið frá kröfum um eyjar og sker við Reykjavík

Vekur vonir um sátt við Vestmanneyinga „Með bréfi íslenska ríkisins til óbyggðanefndar, dagsettu 12. september 2025, féll ríkið frá öllum kröfum til eyja og skerja sem tilheyra Reykjavíkurborg,“ segir í frétt á mbl.is.Fréttin vekur vonir um að hið opinbera gæti nú ákveðið að draga til baka sambærilegar kröfur gagnvart Vestmanneyingum, þar sem ríkið hefur um árabil reynt […]

Unnið að dýpkun í Landeyjahöfn

Alfsnes 06 24 IMG 5443 2

„Hér fyrir neðan má sjá nýjustu dýptarmælingu í Landeyjahöfn. Ljóst er að dýpið hefur minnkað töluvert. Bæði veður og ölduspá næstu daga gefa til kynna að aðstæður til að sigla fulla áætlun í Landeyjahöfn eru hagstæðar, en um leið og alda hækkar mun þurfa að sigla eftir sjávarföllum,” segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar […]

„Við verðum að nýta tímann fram að áramótum“

Sigurgeir B. Kristgeirsson (Binni), framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að félagið skoði nú samstarf við önnur félög til að draga úr áhrifum tvöföldunar veiðigjalda. Hann segir að staðan í sjávarútvegi sé almennt mjög erfið og að nýja skattlagningin bitni sérstaklega á fyrirtækjum á landsbyggðinni. „Já, við höfum gert það,“ segir Binni í samtali við Eyjafréttir aðspurður um […]

Ragnar á Látrum: Líflína mín til Eyja, er vaður sem heldur 

Raggi á Látrum var einn af peyjunum á Vestmannabrautinni. Hann var hægur, hreinn og beinn en alvörugefinn. Hann var meira fyrir bókina, læs áður en hann kom í skóla og lærði dönsku af lestri dönsku blaðanna og gat því talað við Ripp, Rapp og Rupp á undan hinum peyjunum. Í kjallaranum á Látrum var hann oft með hreyfimyndasýningar sem voru […]

Alex Freyr sá besti í Eyjum að mati Fótbolta.net

Alex Freyr Hilmarsson hefur að mati Fótbolta.net verið besti leikmaður ÍBV á þessu tímabili. Hann var valinn það í Útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag. Hornfirðingurinn hefur leikið virkilega vel með ÍBV og farið fyrir sínu liði, enda fyrirliði. Fótbolti.net ræddi við Oliver Heiðarsson um Alex Frey og hvernig sé að spila með honum. „Það er fyrst og fremst […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.