Kynnti sér fjölbreytt ferðaþjónustufyrirtæki af landsbyggðinni

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra heimsótti Mannamót Markaðsstofu landshlutanna sem fram fór í Kórnum í Kópavogi. Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er árleg ferðakaupstefna sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna og var lokaviðburður Ferðaþjónustuvikunnar í ár. Mannamót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Markmið og tilgangur […]

Vestmannaeyjar á lista New York Times yfir staði til að heimsækja

Bandaríska tímaritið New York times birti í gær lista yfir 52 staði til að heimsækja árið 2024. Vestmannaeyjar er meðal þessara staða að mati dagblaðsins. Blaðamaðurinn Nicholas Gill skrifaði eftirfarndi umsögn um Vestmannaeyjar í blaðinu. “Ný rafmagnsferja tengir meginland Íslands við þennan litla eyjaklasa – Vestmannaeyjar – við suðurströnd landsins, þar sem stærsta lundabyggð heims […]

Hvetja landsmenn til að njóta þess hlutverks að vera gestgjafar

Í fréttatilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar kemur fram að verkefninu Góðir gestgjafar var hleypt af stokkunum á veitingastaðnum Önnu Jónu í Tryggvagötu í gær, föstudaginn 14. júlí. Þar opnuðu þau Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri vefsíðu verkefnisins og birtu sín póstkort á samfélagsmiðlum. Verkefnið er hvatning til […]

Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjabær, í samstarfi við Ferðamálasamtök Vestmannaeyja, hefur ákveðið að starfrækja upplýsingamiðstöð (Tourist Information Center) fyrir ferðamenn sem koma til Vestmannaeyja. Um er að ræða tilraunaverkefni sumarið 2023 og er upplýsingamiðstöðin til húsa að Básaskersbryggju 2, þar sem útivistarverslunin Icewear var áður til húsa Nökkvi Már Nökkvason, verður í forsvari fyrir upplýsingamiðstöðina sem opnaði mánudaginn 22. […]

Skoða aðkomu og göngustíga að helstu ferðamannastöðum

DSC 1200

Staða ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi bæjarráðs en ráðið ræddi skipan sérstaks starfshóps sem hefur það hlutverk að skoða innviði með tilliti til ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Á þetta sérstaklega við um aðkomu og göngustíga að helstu ferðamannastöðum í Vestmannaeyjum. Bæjarráð skipar í hópinn framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs, framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, umhverfisfulltrúa […]

Ási ætlar að bjóða einkaferðir til Eyja

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur stofnað félagið Þingmannaleið ehf. Tilgangur félagsins er leiðsögn og ferðaþjónusta. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Ásmundi þótti þetta fyrst lítið tiltökumál þegar fréttastofa RÚV náði tali af honum og benti á að hann hefði um árabil verið með ferðaþjónustufyrirtækið Laufskála á Hellu á hagsmunaskrá sinni sem þingmaður. „Þetta […]

30 skemmtiferðaskip komið það sem af er sumri

Það sem af er sumri hafa um 30 skemmtiferðaskip komið til Vestmannaeyjahafnar. Veðrið í sumar hefur verið mjög hagstætt og því eingöngu örfá skip þurft að snúa frá vegna veðurs eða sjólags. Við höfum tekið á móti rúmlega 7000 farþegum sem er mikil búbót fyrir höfnina sem og samfélagið allt. Hér að neðan er listi […]

Aldrei fleiri farþegar ferðast með Herjólfi

Umræða um samgöngumál var meðal þess sem fór fram á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Þar kom fram að farþegaflutningar með Herjólfi hafa verið góðir það sem af er árinu 2021. Fyrstu 6 mánuði ársins hefur Herjólfur flutt alls 137.785 farþega. Aldrei hafa fleiri farþegar ferðast með Herjólfi fyrstu 6 mánuði ársins. Næst þessum farþegarfjölda var […]

Engir sölubásar við Vigtartorg í sumar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fundaði á mánudag meðal þess sem var til umræðu voru stöðuleyfi við Vigtartorg. Vegna framkvæmda við Vigtartorg sumar 2021 er ekki hægt að úthluta stöðuleyfum á torginu í sumar. Skipulags-og umhverfisfulltrúi kynnir fyrir ráðinu hvaða svæðum er hægt að úthluta fyrir stöðuleyfi í tengslum við ferðarþjónustu sumarið 2021. Ráðið fól skipulags- […]

Samstarf um áfangastaðastofu á Suðurlandi: Stuðlar að heildstæðari uppbyggingu ferðaþjónustunnar á svæðinu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa undirritað samstarfssamning um stofnun áfangastaðastofu á starfssvæði samtakanna. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eru þar með önnur landshlutasamtökin til að taka ákvörðun um stofnun áfangastaðastofu á starfssvæði sínu. Undirbúningur að stofnun áfangastaðastofa í öllum landshlutum hefur staðið yfir sl. tvö ár á vettvangi Stjórnstöðvar ferðamála […]